02.03.2008 09:26

alveg ótrlúlegt

Já eins og maður hefur nú oft nefnt hér á síðunni þá er það alveg ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Datt í það í gær að skoða gamlar myndir af litla prinsinum og það hafa sko heldur betur orðið breytingar á honum. Hann var svo lítill og fíngerður, með dökka húð og dökkt hár. Nú er hann ljóshærður, lítil bolla með bara svona normal húðlit, labbar um allt og babblar og babblar. Ótrúlega gaman að fylgjast með öllum þessum breytingum.

6 vikna kútur

6 mánaða kútur

1 árs kútur

Já þarna sést smá breyting á milli mynda.

Annars höfum við haft það alveg rosalega gott, við Kári skelltum okkur í helgarferð til Glasgow sem var alveg æðislegt. Alexander var í pössun hjá ömmu og afa í Suðurásnum og fannst það sko ekki leiðinlegt. Þegar við komum heim var hann búinn að taka fyrstu skrefin og kominn með fyrstu tönnina sína. Hann ákvað sko að bíða með þetta þar til við værum ekki viðstödd, hehe. Núna er hann farinn að labba út um allt og er ekkert smá duglegur, verður farinn að hlaupa út um allt áður en maður veit af. Svo er farið ég farin að finna fyrir 3 nýjum tönnum. Það gerist bara allt í einu hjá þessari elsku.

En jæja, nóg af fréttum í bili, endilega kíkið á albúmið því ég var að setja inn myndir frá 1 árs afmælinu


Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

4 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 12
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 21
Gestir í gær: 13
Samtals flettingar: 58422
Samtals gestir: 11933
Tölur uppfærðar: 1.7.2025 03:39:48